Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

25.12.05


Óska ykkur öllum Gleðilegrar hátíðar með þessari mynd af Tamilu, þegar hún var að leggja lokahönd á skreytingu á jólatrénu hjá okkur í gærkvöldi. Ég bara virkjaði gestina í verkin, Tamila skreytti, Rúnar gerði valdorfssalatið, og Viðar þeytti rjómann. Við Gísli stóðum svo yfir pottum og pönnum, nema brúnuðu kartöflunum sem Rúnar og Gísli sáu um og urðu þessar dýrindis karamellur. Allt var svo tilbúið um átta-leitið (hér eru engin lítil börn, svo allt er hægt að gera í rólegheitum) Höfðum það svo notalegt langt fram á jólanótt.
Jóladagur byrjaði svo með gleðifrétt : Elín Björk eignaðist frumburð sinn, dreng kl. hálf-12 á hádegi !
Svo nú er ég orðin svona smá ská-amma :)
Til Hamingju, Elín og Daníel !