Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
31.12.05
Ég óska ykkur öllum árs og friðar og þakka fyrir samskiptin á liðnu ári !
Búin að vera húðlöt að blogga undanfarið, og bæti kannski úr því á nýju ári - en bara kannski ;), er búin að vera mun aktívari á myndablogginu undanfarið, á flickr, sem er bráðskemmtilegt bloggland og endilega kíkið þar við annað veifið með því að smella á einhverja mynd hér og fara svo inní sara johanna´s photostream !
Þessi mynd sem fylgir hér er t.d. af grænmetinu sem fer í rétt kvöldsins, nú ætla ég að prófa að gera spænska Paellu með sjávarfangi (hörpudiski og rækjum) og grænmeti og belgbaunum. Hér verða 17 manns í mat og við höfum þann háttinn á að við systkinin mætum hvert með okkar rétt og setjum hér á hlaðborð. Oftast er þema, svo réttirnir séu þokkalega samstæðir, t.d. kjúklingaréttir, en í ár er það bara eitthvað létt og laggott og verður spennandi að sjá útfærslurnar :)
Ég er búin að leggja á borð, fór í partýbúðina í gær og keypti þessa líka flottu skærbleiku plastdiska (því hver nennir að vaska upp á gamlárskvöld?) til að hafa á bleikum og appelsínugulum dúkum og allskonar konfettí og fjör til að skreyta borðið með..... síðan eru það blöðrur og krullubönd all over. Örugglega verður þetta eitthvað myndrænt og myndavélin gripin í hita leiksins !
Góða skemmtun í kvöld, öllsömul ! :)