Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

9.12.05

the dinner table
Mamma hringdi og kvartaði yfir bloggleti minni, hélt ég væri lögst í kör.
Nei ekki er það nú alveg og því til sönnunar birti ég hér mynd af borðstofuborðinu mínu þennan daginn. Sitthvað á seiði þó ekkert af því sé húsmóðurlega séð til fyrirmyndar nema síður sé. Vinnukona óskast - til að gera það sem ÞARF að gera, ég sé um hitt !
Með þessari iðju minni hlusta ég á kúbanska tónlist og sitthvað fleira, allt nema jólalög og jólakveðjur. Jólin koma bara þegar þau koma og ég nenni ekki að stressa mig yfir því, reyndar er letin komin í mjög jákvæðan farveg og lýsir sér nú bara í því að ég nenni ekki að stressa mig yfir neinu.
blogga meira þegar ég nenni :)