Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

16.12.05

making decorations
Kláraði kennsluna fyrir jól í gær, semsagt formlega komin í jólafrí svo nú er ég að byrja að velta jólakortadæminu fyrir mér.
Hér heima bíða mín milljón verkefni og erfitt að taka ákvörðun um á hverju ég á að byrja. Ég ætlaði að skreppa af bæ, ná í myndir úr framköllun og fleira en komst að því að bíllinn var rafmafnslaus, hefur ekki þolað frostið í nótt og morgun, batteríis og orkulaus eins og eigandinn. Kannski táknrænt?
Ég fór því aftur inn og klæddi mig í skíðagallann ,slóveníu-skinnhúfuna , pakkaði mér inn í margra metra trefil þar að auki og fór svo fótgangandi erinda minna. Það var bara mjög hressandi, en ég varð vör við hvað hreyfingarleysi mitt er svaðalegt, því þetta tók töluvert á. Nú er semsagt blóðið farið að renna í mér og pumpan kát með nýja starfið.....
kannski ég fari bara að komast í stuð ;)