Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.11.05


Snúður Rúsínuson er strax farinn að sakna mín !
Var að klára það leiðinlegasta af öllum leiðinlegum húsverkum í heimi hér, að strauja öll hör-fötin mín.
Þetta eru fjórar flíkur, en svo undarlegar í laginu að það krefst mikillar útsjónarsemi og þolinmæði að strauja inn í öll skúmaskotin á þeim og ekki bætir úr skák að þau voru orðin eins og harðfiskur viðkomu eftir full mikið hangs á snúrunum.
Verkið tók klukkutíma og korter.......pásulaust !
En flott eru þau og sannast á þeim hið fornkveðna að bjúti is pain !
Ástæðan fyrir þessum verknaði ? Víííííííí ! ..... ég er að fara til Slóveníu í fyrramálið, til Lubljana , á vinnustaða-árshátíð , hvar ég kem til með að skarta hör-búningunum !
Hlakka bara töluvert til. Hver veit nema ég bloggi þaðan
.....efðasé nettenging !?
bless á meðan og verið sæt og góð um helgina :)