Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

28.11.05

Bled in Slovenia
Komin til baka frá Slóveníu sem heillaði mig gjörsamlega uppúr skónum !
Þessi staður sem er á myndinni heitir Bled og er fegurðin þar þvílík að það er eins og að standa inní miðju póstkorti að vera þarna - nánanst óraunverulegt. Samt var þar þoka og skyggni lítið .
Hvernig lítur þetta þá út í góðu skyggni ??
Ég get alveg lofað því að þetta var mín fyrsta en ekki eina ferð til Slóveníu. Ég er strax farin að plana ferð þangað næsta sumar til að fagna tilvonandi stórafmæli mínu !
Ég hafði eiginlega ímyndað mér fyrirfram svona sjarmerandi austantjalds-lands stemningu, hænur og svín á götum, görðum og svölum, en þetta er í raun mjög vestræn borg - sem voru í fyrstu dulítil vonbrigði. Þau hurfu þó fljótlega í skuggann af sjarmerandi fólki, afslöppuðu og vingjarnlegu og mjög fallegum gömlum bleikum byggingum.
Maður er alltaf að sjá það betur hvað við íslendingar erum geðbilaðir taugaveiklaðir og stressaðir upp til hópa, hvað er þetta eiginlega með okkur ? - bara göngulagið og andlitssvipurinn á fólki hér er eins og heimurinn sé að farast eftir fimm mínútur og annaðhvort núna eða strax þurfi að gera þetta og hitt áður en heimsendir brestur á ! - Kunnum ekkert að lifa og njóta !
Það snjóaði látlaust í sólarhring þarna, sannkölluð alpasnjókoma, logn og risastór snjókorn a´la póstkort, og snjórinn uppá miðja kálfa. Ösluðum þarna um með húfur, trefla og regnhlífar.
Enn sem komið er er nánast allt þrefalt ódýrara en hér enda laun fólks í landinu fáránleg miðað við okkar.
Þetta á þó eftir að breytast þegar evran verður tekin upp árið 2007, þá kemur allt til með að rjúka upp í verði eins og annars staðar. Núna um helgina var þarna mikil kröfuganga þar sem verið var að mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á virðisaukaskatti úr 8 % í 20 % svo það stefnir ekki í góð mál varðandi verðlagið.
Íslendingarnir létu náttúrulega greipar sópa og versluðu eins og þetta væru síðustu dagar sem búðir væru opnar, sjálfum okkur lík ;)
Ég tók þátt í því og keypti mér tvær húfur , tvö pils og tvær perlufestar ! Tímdi ekki að eyða meiri tíma í verslunum enda svo margt annað meira spennandi ......
protest in Lubljana