Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

4.10.05

old woman drying towels
Komin til baka frá Krít og byrjuð að þvo þvott.
Komum ekki í hús fyrr en um miðja nótt
og sváfum eins og grjót til hálf ellefu. Ferðin var alveg frábær, alveg mátulega heitt (28 stig) mikið slakað, borðað og drukkið, eins og verða vill í svona dæmi. Hápunktur ferðarinnar var ferðin til Santorini, eldfjallaeyjunnar í eyjahafinu, alveg hreint mögnuð sjón, enda tók ég slatta af myndum þar, m.a. þessa sem fylgir hér og fleiri sem ég kem til með að dæla inná flickr næstu daga .
Sé smellt á hana kemstu inn á flickr....
meira síðar....