Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

7.10.05

preparing indian dinnerparty
ég er búin að vera alveg húðlöt síðan ég kom heim, og alveg sérstaklega blogglöt.
tekur alltaf smá tíma fyrir mig að lenda eftir svona útrás.
Held helst að sálin verði eftir og gefi sér góðan tíma í að elta mig til baka.
Nú er haustið alveg komið í allri sinni litadýrð,með sinn kulda og sem betur fer sjarma líka.
Á þessum árstíma hef ég oft gefið mér heit um að núna skuli kýla á
aukna samveru við vini og fjölskyldu, bjóða í mat og gera eitthvað skemmtilegt.
Sjaldan hef ég staðið við það en núna ætlum við Garðar mágur að leggja línuna fyrir komandi vetur
og galdra fram indverskt matarboð annað kvöld, átta manna !
Garðar mætir þá hingað uppúr hádegi á morgun og við brettum upp ermar og eldum fimm rétta máltíð
með engu svindli, engar tilbúnar krukkusósur eða nokkuð slíkt, allt sem mylja á verður mulið í morteli
og gert eftir kúnstarinnar reglum.
Við höfum einu sinni gert þetta áður, fyrir 12 árum, vorum þá að elda frá kl. 13 til 21, en þá hófst átið.
átta tíma eldamennska !!! en mjög skemmtileg iðja, finnst okkur.
Helga kom til mín í morgun og snurfusaði íbúðina heilan helling, hún er mjög flink í því en ég síður ;)
svo hér ilmar allt af skúringarlykt og dagblaðsstaflar og aðrir staflar komnir á sinn stað.
hér verður því allt með felldu annað kvöld :) hlakka til !