Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.9.05

went to the mall yesterday...
Fór í kringluna (hvar ég tók þessa mynd) í gær til að kaupa
ferskan kóríander, aldrei til í hverfisbúðinni, hvað þá í bónus.
þyrfti bara að fara að rækta þetta sjálf í eldhúsglugganum.
Er það ekki hægt?
Ég þori varla að nefna það við ykkur, núna þegar það er orðið svona kalt,
en ég er að fara í *eyjaferð* til Krítar á mánudaginn :)
Meiningin er að vera þar í viku en ég yrði ekki hissa þó ég týndist óvart
rétt fyrir brottför til baka....
Ég er í bráðskemmtilegu félagi sem heitir Eyjafélagið, tíu manna félag
sem hefur það á stefnuskrá sinni að fara út í eina eyju á ári - nóta bene-íslenska...
en í ár er félagið 10 ára og verður af því tilefni farið út í útlenska eyju !
Auk þess eiga þrír félagar merkisafmæli þetta árið og verður haldið uppá það í leiðinni.
JIBBÝ !!!!!!!!!