Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

20.10.05

white flowers in white snow
Ég sagði frá því um daginn að mamma hefði keypt sér fartölvu. Áður hafði hún fengið sér digital myndavél og nú var hún að senda mér disk með fyrstu myndunum og þvílíkt sem þær eru fallegar ! Hún tók þær 23. september þegar hafði kingt niður snjó á Ísafirði og sumarblómin voru enn í fullum blóma ! Ég fékk leyfi hjá henni til að setja þær inná flickr (myndasíðuna sem þið komist inná ef þið smellið á myndina)
Nýjustu fréttir af mömmu eru svo þær að hún er að fá sér þráðlausa nettengingu, verður sett upp á næstu dögum.
Ellin er ekki kvíðaefni þegar maður verður vitni að svona atburðum !
Annars þakka ég ykkur fyrir atvinnuábendingarnar, ég er enn að spá og spekúlera og veit að eitthvað gott á eftir að koma út úr því.....hafið mig áfram í huga ef þið verðið vitni að einhverri skemmtilegri lausri stöðu.
og annað :ég er búin að skrá mig í fjarnám í ljósmyndun og byrja í því næstu daga svo nú er ég spennt :)