Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

17.10.05

atvinna óskast
Nú bráðvantar mig vinnu eftir áramót !
Síðustu vikur og mánuði hefur lítið sem ekkert af aurum lent í buddunni minni.
Lítil sem engin málverkasala , skilst að mest sé að seljast eftir dáið fólk um þessar mundir og svo er líka hægt að fá innflutt málverk í Rúmfatalagernum og í Tékk-kristal fyrir þetta á verðbilinu eitt þúsund og fjögurhundruð (nítíu og níu) til sex þúsund krónur :)
- svo ég er í dulítið lélegri samkeppnisstöðu.
Nema hvað, þá er bara að skipta um djobb og þar sem gekk svo vel hjá ylfu frænku að fá húsnæði með því að nefna vandræði sín á blogginu sínu, ætla ég að sjá hvort þetta virkar eins vel hjá mér....
semsagt, ef einhver veit um hentuga vinnu fyrir stundvísan og reglusaman starfskraft.....þá endilega láta mig vita.
Hér koma nokkrar vísbendingar um hvar styrkleikar mínir liggja :
1 Flink að skera gulrætur og jafnvel lauk, sé ég með góð sundgleraugu
2 góð við ketti
3 flink að svara í síma, sérstaklega þegar ég er vel vöknuð
(fram að því er ég með karlmannsrödd...sem gæti auðvitað verið kostur...)
4 góð í að skipuleggja holla lífshætti - fyrir aðra......
5 hef eldað svikinn héra !
6 kann að leggja á borð....
7 kann að blanda liti - og drykki....
8 líkar vel að vera í líflegu umhverfi
9 gaman að elda mat
10 og svo framvegis .........

dettur ykkur eitthvað passandi í hug?
Vegleg fundarlaun í boði fyrir þann sem finnur vinnu handa mér !