Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

17.9.05

floor
Verð að monta mig smá núna : Þessa mynd tók ég í forstofunni hjá Bryndísi systur og Garðari í fyrrakvöld. Fyrirsætan í fallegu doppóttu skónum er Laufey vinkona. Ég dældi henni inn á myndablogglandið flickr í gær og mér til undrunar og ánægju sá ég í morgun að hún hafði fengið sérstaka viðurkenningu í blogglandinu þar ;)
Á *flickr* eru yfir milljón notendur um allan heim og þar er dælt inn sæg af myndum á hverjum degi. Þarna eru allskonar dómnefndir og starfsfólk sem pikka út myndir og þegar slíkt gerist eykst aðsóknin til muna að myndabanka viðkomandi.
Ég er búin að vera þarna síðan í febrúar í ár og þetta er í fyrsta skipti sem mynd eftir mig kemst í svona úrval !
ef þið smellið á myndina eruð þið komin inn í myndabankann minn og sjáið auk þess myndina stærri.
Ég hef notað flickr m.a. til að blogga myndum hér á síðunni.
endilega kíkið þarna inn :)