Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

19.9.05

Pink dinner yesterday...
Kvöldmaturinn á laugardag var framreiddur í þessari fagurbleiku skál.
Kassadömunni í hverfisbúðinni varð að ósk sinni á föstudaginn þegar
hún óskaði mér góðrar helgar, því helgin var bæði ljúf og góð :)
En nú er kominn mánudagur og við vorum vakin hressilega fyrir allar aldir
við eitthvað sem líktist jarðskjálfta af stærri gerðinni. Húsið nööööötraði.
Ég spratt framúr og svitaperlurnar gusuðust í allar áttir eins og í teiknimyndasögu.
Við athugun kom í ljós að verið var að þjappa grundina fyrir framan húsið
með stórvirkri þartilgerðri vinnuvél, akkúrat ekkert þægilegt við það.
Nú er ekki bara verið að bauka framan við húsið , heldur er
búið að berja niður tröppurnar bakdyramegin, þær sem liggja út í
garð,-með kúbeini !
Kettirnir eru gjörsamlega að fríka út, sérstaklega strákurinn Snúður,
sem er með lítið hjarta miðað við búk, músarhjarta. Hann grét svoleiðis í morgun
þegar húsið nötraði og skalf undan þjapparavélinni að mér leist
ekkert á blikuna.
Rúsína var meira kúl enda gömul og lífsreynd.
Og nú á að leggja hitalagnir á grundina og síðan verður malbikað yfir allt saman.
Aumingjans kettirnir :(