Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

20.9.05

Hér kemur keðjuklukk, sem ég fékk á mig...
verð að blogga 5 ómerkilegar staðreyndir um mig
og klukka svo aðra fimm !
1. Væri með skófeddiss ef ég væri ekki með svona yfirgengilega breiða rist á báðum... því ég á mjög auðvelt með að sjá fegurð í skótaui. Þetta ristar-snið mitt frestaði giftingu minni um mörg ár, jafn mörg og það tók að finna passandi brúðarskó....Ég nota sama skónúmer og Andrés Önd !

2. Í kvöldmat dagsins matreiddi ég svikinn héra uppúr matreiðslubókinni Við matreiðum- eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur.....
Þetta var í FYRSTA skipti á minni nokkuð löngu og viðburðaríku ævi sem ég smakkaði Svikinn Héra !!! - og mér þótti hann góður :)

3. Mér finnst gaman að dansa - sérstaklega í myrkri , svo það er eins gott að maður lendi ekki á elliheimili þar sem eru böll um miðjan dag :)

4. Ég er ekki hrifin af kökum og tertum .... nema brauðtertum.
Í veislum gúffa ég í mig flatkökunum með hangikjötinu og brauðréttunum........plús upprúlluðu pönnukökunum.

5. Vanilluilmur er minn uppáhalds - í ilmkertum...........Þar fyrir utan er lyktin af olíulitum best í heimi !