Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

15.9.05

colors
Loksins gerðist eitthvað alveg brilljant skemmtilegt !
Mamma mín tók skyndiákvörðun í morgun, hringdi í eppla búðina og pantaði sér ibook makka fartölvu ....JESS !
Hún býr á Ísafirði og er 76 ára gömul og ætlar nú að fara að vinna í ljósmyndum.
Hún hefur alltaf tekið mikið af myndum,(ég hef líklegast myndadelluna frá henni-) og fékk sér fyrstu digital myndavélina í ágúst s.l. þegar eldgamla myndavélin hennar söng sitt síðasta.
Þegar ég spjallaði við hana í síma í morgun og spurði hvernig gengi að nota nýju myndavélina sagði hún að hún væri hálf fötluð með hana því hún gæti ekkert dælt myndunum neitt úr henni sjálf, ég fór þá að tala um að hún þyrfti eiginlega að fá sér tölvu til að græja þetta, sagði henni frá ibook tilboði sem ég sá í blöðunum í vikunni.
Hún hringdi svo rétt áðan og sagðist vera búin að panta sér gripinn ;) Hún hefur aldrei átt tölvu. Ég kem svo til með að leiðbeina henni símleiðis og svo kemur hún suður í smáskreppitúr í október og þá er hægt að leiðbeina enn frekar. Það er aldeilis að tæknivæðast heimili foreldra minna, því pabbi fékk sér upptökutæki fyrir ári og er farinn að taka upp sína tónlist sjálfur.
Nú bíð ég spennt- því hún hefur mjög gott mynd-auga og tekur skemmtilegar myndir, það verður spennandi að fylgjast með þegar hún fer að vinna úr þeim sjálf.
Annars er allt við það sama hjá mér....ég er bara að mála og svona ;)