Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

11.9.05

Sunnudagur í Heiðmörk
Smeygði mér í göngugallann, margvafði trefli um hálsinn og bauð mínum í spássitúr uppí Heiðmörk. Var búin að vera að reyna að telja sjálfri mér trú um að það væri bara gluggaveður en tók mig svo saman og hætti þessu þögla voli . Sé ekki eftir því, svo gott fyrir sál og kropp að skottast einn hring eftir malargöngustíg inná milli trjánna. Fallegt og hressandi !
Ég er mjög óminnug á afmælisdaga en einn man ég alltaf (undanfarin ár og örugglega um alla framtíð) Magga svilkona á afmæli í dag, 11. september ...
Til lukku með það, pæja !