Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

2.9.05

Screaming Joe Cocker
Joe Cocker var flottur í gær, einskonar karlútgáfa af Edidt Piaf því hann söng af svo mikilli innlifun, var svartklæddur og hreyfði hendurnar eins og Piaf, söng með höndunum og reyndar öllum skrokknum.
Þegar hann rak upp flotta ljónsöskrið í with a little help from my friends, ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðarlátum, maðurinn öskraði eins og táningur , ekkert að spara sig. Stórkostlegur soal-söngvari, þessi eitthvað í kringum sextugi maður !

Heimilið mitt er eins og járnbrautarstöð þessa dagana, hér vappa iðnaðarmenn út og inn, eru búnir að bora gat á húsið og grafa djúpan skurð við innganginn, því nú stendur til að skipta um hitaleiðslurnar sem komnar eru á síðasta snúning, og fleiri leiðslur í leiðinni. Þetta er verið að gera í öllu u-inu. Eins gott að maður er í þokkalegu formi því maður þarf að fljúga yfir skurðinn eins og loftfimleikakvendi og hefur ekki einu sinni trjágrein til að grípa í hinum megin því búið er að fjarlægja allar aspirnar !
Tarsan - swingið bliknar bara í samanburði við sveiflurnar sem við tökum hér, íbúarnir í þessu u-i.
Hóstinn minn er allur að skána og orðinn mun fallegri, ef hægt er að tala um fallegan hósta. Vona að hann láti sig bara alveg hverfa um helgina svo ég geti farið að stunda mína pollagalla- göngutúra af krafti aftur.....
Er í góðu málarastuði og sé fyrir mér miklar penslasveiflur um helgina - Það verður mitt djamm !