Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

31.8.05

Sigin grásleppa
Kvöldmatur dagsins : sigin grásleppa og allir sáttir, erfitt að klúðra henni.
Annars er það helst í fréttum að kvefruglið mitt er ekkert almennilega að gefa sig svo ég fór í apótek í dag og fékk mér hóstasaft og samkvæmt ráðleggingu afgreiðslukonunnar eitthvað sem heitir panodil HOT (!) með kirsuberjum og mentholi, sem ég á að leysa upp í soðnu vatni og skella í mig fyrir svefninn.... allt er nú til !
Það er mikið að gera hjá köttunum mínum þessa dagana því eins og áður hefur komið fram er verið að rústa allri lóðinni hér hjá okkur og daglega eru miklar breytingar á svæðinu, margar litlar gröfur að tæta og trylla hér um allt.
Kettir þola ekki svona breytingar og í lok dags þegar vinnuflokkurinn er farinn burt læðast kisurnar út og rannsaka allt hátt og lágt, nudda sér utan í hvern lófastóran blett til að merkja sér svæðið-
Daginn eftir er allt komið í rugl aftur svo þá þarf að endurtaka ritúalið.
fleira var það ekki að sinni.....hóst- hóst.....