Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

12.8.05

Nýló í Frankfurt
Komin heim úr heiða dalnum. Aldeilis fjölbreytt og skemmtileg ferð um Móseldalinn sem lauk með sólarhringsdvöl í Frankfurt. Þar skruppum við í Nýlistasafnið hvar ég tók þessar myndir. Byggingin var svo falleg að hún nánast stal senunni frá listaverkunum, þessi létu þó ekkert stela frá sér, tvö egg á vegg ( efri myndin) og duggunnar-oggulítið blátt málverk í stóru rými (neðri mynd) Við ætluðum líka á áhorfendapalla á * Börsinum* , verðbréfamarkaðnum en fengum ekki að fara þar inn nema panta með sólarhringsfyrirvara, því þeir vilja skoða feril gesta sem þangað koma, fá vegabréf og fletta fólki upp. Doltið var ég skúffuð að missa af því. Myndir úr ferðinni eru inná gaman gaman hér til vinstri. Um hádegið verð ég brottnumin í enn eitt ferðalagið sem er tveggja daga veiðiferð í Fljótshlíðina... ég er nú ekki mikil veiðikerling sjálf, flinkari í að hantera fiskinn, skerann og plokka, steikja og sjóða, svo ég býst við að ég dóli mér eitthvað með myndavélina meðan aðrir slátra fiskunum.
þannig er nú það....
Nýlistasafnið í Frankfurt