Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

14.8.05

Veiðiferðin
veiðihárið
Engin var þörfin á hanteringu því enginn kom fiskurinn , allir komu heim með öngulinn í rassinum, fimm veiðimenn ! reyndar leikur grunur á að enginn fiskur hafi verið í ánni, ekkert var nartað í maðkana, enginn varð var við nokkra hreyfingu...
Hinsvegar var fullt af golfkúlum í ánni, en þær létu ekki plata sig á önglana. (golfvöllur á Hellishólum) - Maturinn var fyrirtak, náttúrufegurðin mikil, göngutúrar, spjall í góðra vina hópi, hlátrasköll, regla og rugl.... lax hvað?
Verð að mæla með kaffihúsinu Langbrók í fljótshlíðinni, fengum okkur 10 km göngutúr þangað, veiðiekkjurnar (ég stytti mér reyndar leið með bíl fyrstu þrjá km. svo ég gekk heila sjö ! og fannst það bara mjög gott hjá mér !)
Svo skemmtilega vildi til að þarna þekkti ég meirihluta kaffi/bar-gesta, fólk sem ég hef ekki séð lengi, svo þarna voru fagnaðarfundir. Fyrir nú utan að ég missti örugglega fimm kíló við þennann frækilega göngutúr ! (mátti nú tæplega við því)
í ferðinni gerði ég nokkrar photoshop tilraunir og birtist ein þeirra hér með, þarna klippti ég veiðimennina út og raðaði þeim inn á eina mynd....
Nú ætti ég (væri ég staðföst og reglusöm) að fara að týna upp úr ferðatöskunni....
sjáum til hvað gerist........
p.s. búin að henda inn nýjum myndum á gaman-gaman, hér til vinstri....