Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

2.8.05

brauðterta í nærmynd
Eins og sjá má er þetta nærmynd af brauðtertu sem ég bakaði í tilefni af tveimur afmælisdögum. Sá fyrri er í dag og hann er minn en sá seinni er merkisafmælisdagur, 6. ágúst og hann á bóndinn. Í tilefni af honum ætlum við að læðast af landi brott og fara í móseldalinn til vikudvalar ! Veit ekki hvort ég kemst í bloggaðstæður þar, býst síður við því, og kveð því til öryggis, einnar viku kveðju..... kæmi mér ekki á óvart að kæmu þúsund ljósmyndir úr þeirri ferðinni.... sjáum til ;)