Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

30.7.05

keypti þrjár flíkur í dag !
í dag fór ég í yfirhalningu með hárið til Erlu sundvinkonu. Kom mjög vel út úr því fannst okkur , ég gekk út af rakarastofunni full sjálfstrausts og horfði beinskeytt í augu allra sem ég mætti, dökk á brún og brá, ekki grátt strá á höfðinu og þreytulúkkið horfið út í buskann.
Ég var ekkert hissa þegar ég uppgötvaði að á hringbrautinni óku bílar á 10 km hraða, aðallega flutningabílar....þeir eru nottla að hægja á sér til að virða þessa vel klipptu konu fyrir sér , fann ég út......... Olíuverð hvað ?
Ég brunaði svo uppí mjódd í einu fatabúðina sem ég kann og rata í : Fröken Júlíu.
Vantaði pils, málningarslettur í öllum mínum pilsum og kominn tími á nýtt pallett.
Fann nokkur efnileg, kannski fimm stykki og dreif mig inní mátunarklefa með þau.
Ég hef alltaf verið pirruð út í hallærislega lýsingu í mátunarklefum bæjarins og fundist þeir bera vitni um lítið viðskiptavit. Ljóskastari hátt uppí loftinu sem beint er lóðrétt niður á vesalings mátarann svo hann lítur út eins og rúllupylsa eða mörtafla, nema hvorttveggja sé.... og langar mest að skríða undir sæng og aldrei þaðan aftur....
Það virðist vanta alla tilfinningu fyrir áhrifum ljóss og skugga hjá fatakauphéðnum allavega hérlendis (litla reynslu af útlenskum búðum, lendi sjaldnast þar í mínum ferðum)
Í dag keyrði um þverbak.... : komnir spéspeglar í fröken júlíu of all places !
Þessi vinalega konubúð með fallegu fötunum...hvað eru þær að hugsa?
sem reka þessa búð,
í speglinum leit ég út eins og í það minnsta tveir dvergar samfastir á hliðunum ....
Hún sór með tíu fingur upp til guðs, búðarkonan, að það væru ekki spéspeglar í búðinni og ég sá á svip hennar að hún var að meina það .
Fór aftur inn í klefann og reyndi að safna mér saman.....
Skilaði svo pilsunum fimm á sinn stað , strammaði af mér sjokksvipinn og fór að leita að pilsum .. :í næsta númeri fyrir ofan..........
greinilega alltof langt á milli búðaferða hjá mér.....
alltof gott að borða......
alltof lítil sveifla !
alltof mikill mör......
Þar sem öll ljótu ævintýrin enda vel, fann ég tvö pils sem pössuðu vel og eina peysu....
og er bara orðin Stór-flott...........