Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

27.7.05

Brúður í vindi
Urðum vitni að glæsilegu brúðkaupi við Seljalandsfoss á laugardaginn var, það var hífandi rok en fólkið lét það ekkert á sig fá, fergði bara altarið, dúka , teppi og fleira með grjóti og dreif svo í þessu.
Vorum að koma úr sex daga sólarlandaferð um suðurland og erum eins og kolamolar á litinn. Búin að setja inn myndir og texta á gaman gaman hér til vinstri undir nafninu sólarlandaferð.
Fæ lítinn frið við að pikka á tölvuna því Snúður Rúsínuson Mús heldur mér fastri ! Hann er búinn að væla og skammast síðan ég kom heim og ætlar ekki að sleppa mér út aftur, fylgir mér hvert skref og þusar og þrefar. Hann liggur ofan á hægri handleggnum mínum með öllum sínum þunga og er búinn að krækja loppunum fast utan um hann....
meira blogg verður því að bíða betri tíma, ætla að spjalla aðeins við köttinn...
snúður með mig í gíslingu
náði að smella af mynd með vinstri hendinni !