Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

22.7.05

weather report
Hún er ekki amarleg veðurspáin fyrir næstu daga svo hver veit nema settið skjótist í útilegu eitthvert í suðaustur kannski...
ég sé á myndinni að það er rosalegur draugur á sjónvarpstækinu okkar, eiginlega hálf óhugnarlegur því ég sé ekki betur en að hann breyti tölunum, þannig að draugaskugginn af tölunum 16 og 20 er talan 15 !!! hvernig má það vera ?
erum við að sjá einhvern dularfullan draugagang hér?
Dagurinn í dag var slíkur að allar dyr voru opnar uppá gátt og við héldum okkur mest utandyra, aðallega úti í garði, hvar ég dundaði mér við að lesa bráðskemmtilega bók sem heitir Móðir í hjáverkum, (eftir breskan höfund, Allison Pearson). Er komin í þriðja kafla og þori alveg að mæla með henni, kitlar hláturtaugarnar óspart ekki ósvipað Bridget Jones á sínum tíma. Við grilluðum svo hakk sem ég breytti í buff, sveppi með gráðostafyllingu, papríku og lauk , skoluðum því svo niður með ísköldu góðu áströlsku hvítvíni.
Góður sumar- afslöppunar-letidagur, þessi fimmtudagur !