Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

9.7.05

Þessi augu !
Tók þessa mynd af henni frænku minni í dag, svei mér þá ef þessi augu hafa ekki dáleiðslukraft !
Þarna sat hún í aftursætinu í bílnum mínum og pabbi hennar í framsætinu, við vorum að skutlast í hafnarfjörð að sækja bílinn hans úr viðgerð, og síðan ætluðu þau með *lamir* þær einu sinnar tegundar í gjörvöllu landinu, á annað verkstæði hvar lemstraður tjaldvagn sem þau fengu að láni er í viðgerð. Þau ætluðu í ferðalag í byrjun vikunnar en eru ekki farin enn þar sem hver bilunin hefur tekið við af annarri, allt sem bilað getur hefur bilað og meira að segja einn viðgerðarmaður sem sá um viðgerð á bílnum meiddist á hendi við aðgerðina og þurfti að hætta við í miðju kafi.... Þetta er alltof löng sápuópera til að hún komist fyrir hér, en lesa má nánari útlistanir á síðu garrans hér til vinstri, þetta hefur farið svo yfir strikið að þau eru löngu hætt að pirrast en detta þess í stað í hlátursköst við hvert nýtt áfall !
Dagurinn byrjaði líka asnalega hjá mér... ég ætlaði að reyna að gera mig sæta og bera djellí í hárið, opnaði krukkuna og tók duglegan skammt í lófann. Nuddaði svo saman höndunum til að hita gumsið (það kenndi Erla hárskeri mér) og svo klíndi ég þessu samviskusamlega í hárið. Mér fannst strax soldið skrítið að það kom enginn gljái og hárið hlýddi mér ekki. Í ráðvillu minni læt ég augun flögra um vaskborðið og rek þá augun í djellí-krukkuna óopnaða ! og síðan á krukkuna sem var opin..... Það var þá Dior - anti wrinkle- dagkrem... sem ég hafði makað svona fagmannlega í hausinn á mér !!!