Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
6.7.05
Ég átti alltaf eftir að bæta ykkur upp skúffelsið með skötustöppuna um daginn.....
Hér er kominn dinner sem kannski fellur fleirum í geð og kitlar fleiri bragðlauka.
Þetta er svokallað Júróvisjónsalat. Útbý oft svona daginn sem keppnin er haldin og svo maulum við þetta á meðan útsendingin stendur yfir. Þetta er pastasalat með öllu sem mér dettur í hug , saman við, að þessu sinni hörpudiskur, túnfiskur, ss pulsur, egg, rauðlaukur, og pasta. glussa svo olíu, ediki, baselíku, hvítlauk og grófum svörtum pipar yfir. Það er eins og við manninn mælt, þetta hverfur sem dögg fyrir sólu ofan í mannskapinn....
verði ykkur að góðu...þó að júróvisjón sé búið !