Þessi helgi er búin að vera svolítið frábrugðin öðrum helgum hvað mig varðar.
í gær, laugardag , horfði ég á útsendinguna frá Live8 tónleikunum eins og hún lagði sig.... lagðist í sófann um hádegið og dvaldi þar til miðnættis með einu fráviki, þegar ég skaust inn í eldhús og eldaði kvöldmat, sem þó var fljótlegt þar sem ég hafði undirbúið hann að mestu deginum áður. Viddinn horfði með mér á útsendinguna og var það til að auka ánægjuna þar sem hann veit mikið meira um öll þessi bönd en ég, sérstaklega nýrri böndin....
Í dag tók ég svo netta skúringar og tiltektar-syrpu og settist svo með Viddanum við tölvuna og fór með hans aðstoð að gera mína fyrstu photoshop-tilraun ! Við erum búin að sitja við í 3 klukkutíma og að gamni ætla ég að birta útkomuna hér . Þetta er nú annars meiri hebreskan þetta photoshop-dæmi... ég er alveg orðin *utmatted* eftir kennslustundina... en spennandi er þetta, svo ég ætla mér að læra meira í þessum fræðum, það er ljóst.....
Viddi kaffikarl...
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007