Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

17.6.05

systurnar
Systurnar voru hjá mér í næturgistingu og heimsókn gærdaginn gjörvallan. Þær eru nottla miklar skottur og skemmtilegar skrúfur. Sú yngri , kemur inn gauðrifin, skítug og með kúlur á hausnum - ógrátandi eftir útileiki dagsins en sú eldri er pen og snyrtileg. Systurnar eru góðar vinkonur en rífast líka eins og hundar og kettir , allur pakkinn. Þær eru fótógenískar með afbrigðum svo ég er ávallt með myndavélina á lofti þegar þær mæta á svæðið. Setti að gamni inn smá syrpu með þeim á forsíðuna á *gaman gaman* myndaalbúmið hér til vinstri.
Annars erum við hjónakornin að fara í smá útilegu að Laugavatni, heimsækja vini sem búa þar í GÁM (bráðabirgðar-sumarbústað)
Þetta verður sólarhringur.
Til hamingju með daginn !
-saran.....sólarmegin.....