Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

1.6.05

kjötfars, kál, kartöflur og co
Hér er kvöldmaturinn í gær, vegna áskorunar frá Garranum sem var svekktur yfir að væri enginn matur í bloggi gærdagsins. Garðar, hér er kjötfars a´la mamma, soðið með hvítkáli, gulrótum, kartöflum og síðan glussað duglega af smjöri ofan á herlegheitin og svartur pipar malaður yfir. Þetta klikkar aldrei, eini gallinn er að við borðum alltaf of stóran skammt af þessu og erum gjarnan södd fram á miðjan næsta dag. Ég verð að fara að telja rétt hvað verða margir í mat þegar ég kaupi svona í matinn.
Svona hef ég í matinn minnst einu sinni í mánuði. Unnar kjötvörur : alger nauðsyn öðru hverju, þó ekki væri nema fyrir gleðina sem fylgir því að borða svona ekta mömmumat !