Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

2.6.05

morgunkaffið og mogginn
Ekki dónaleg byrjun á degi eftir sundferð að fá sér morgunsopann með Snúði út á tröppum. Ég held bara að það sé komið alvöru sumar, íslenskt, ferskt og fallegt á litinn. Nú þarf ég á öllu mínu að halda til að beita mig sjálfsaga og vera dugleg að vinna. Hugurinn er alltof reikull um þessar mundir svo nú þyrfti ég eiginlega að vera með stimpilklukku í forstofunni eða einhversstaðar, og bara grimman verkstjóra eins og þeir gerðust bestir í frystihúsinu í gamla daga.
Hér var mikið um að vera í gærkvöldi, fjórir fílefldir karlmenn að skipta um rúður í stofugluggunum, skilst að stærsta rúðan hafi vegið um 150 kíló ! Þeir héngu utan á húsinu eins og köngulóamenn, fjórir spidermenn, ekki amarlegt það .
Það er eins og engar rúður séu í núna, það sést svo vel út. Ég er samt ekkert viss um að ég vilji gardínur -nema þar sem sjónvarpið er, þar eru spýtugardínur til að loka kvöldsólina úti ef vill.
skipta um gler Jæja, haska sér....