Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

31.5.05

sólsetur
kona bara tímir ekki að fara að sofa þegar nóttin er komin, á þessum árstíma. Kyrrð, fuglasöngur, fallegur himinn og bara allt og allt.
Dottaði í sófanum fyrr í kvöld en glaðvaknaði þegar kominn var löggiltur háttatími. Dagurinn teiknaði sig bara nokkuð vel, ég fór að hitta vestur-íslenskar mæðgur sem eru hér að skoða fornar slóðir og ættingja og gíslinn er einn af þeim, ég hélt áfram að paufast við að mála mynd sem er búin að vera í vinnslu um skeið og hefur ekkert vitað hvert hún ætlaði fyrr en í dag - þá tók hún af mér völdin og fór sínu fram. Hún er ekki búin, sei-sei nei, en veit núna hvert hún er að fara . Laufey kom í heimsókn og svo kom viddinn og fékk lánaðan bílinn í sólarhring til að skreppa austur undir eyjafjöll á myndlistarsýningu. ég græddi á því, drossían var ennþá á nagladekkjum svo drengurinn varð að fara með hana á dekkjaverkstæði til að skipta yfir á sumar, - mín slapp við það ! Svona getur nú lífið verið ágætt, stundum...og þegar grannt er skoðað : oft og mörgum sinnum.