Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.6.05

skötustappa og co
Bóndinn var ekki kátur með kvöldmatinn sinn að þessu sinni.
Hann eiginlega bara gretti sig, en borðaði samt eins og sönnum sveitamanni sæmir. Ég sagði honum sem satt er að það væru bara ekki alltaf jólin- ( þó í þessu tilfelli mætti halda að þau væru að nálgast óðfluga)
Lífið er ekki bara tívolí , skaut ég að honum líka.
Ég er búin að vera að taka til í frystiskápnum, hér er freistandi að segja vegna skipulagsaðgerða , hagsýni, vorhreingerninga og almenns dugnaðar.
En ástæðan er önnur : þið eruð ekki nógu dugleg að kaupa myndir af mér og ég er skítblönk ! Nema hvað á botni frystiskápsins ,sem bergmálar orðið í, fann ég þessa forláta skötustöppu, vestfirska og vel kæsta, blandaða hnoðmör, síðan á s.l. þorláksmessu, og til að kóróna dæmið, kæstan hákarl síðan á gamlárskvöld, en þá mætir pabbi alltaf í partýið með hákarl og brennsa- ekkert kampavínsglundur hér !
ég var nú doltið hissa að hann skyldi fúlsa svona við þessu, aldrei hef ég tekið eftir að honum þætti skata lítið góð, ?? aðspurður sagð´ann að það væri hnoðmörinn sem hann væri ekki að digga.
Svona eru sumir dagar..........