Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

21.6.05

brauðterta
Ég er nú ekki mikil reglu-kjeddling, lítið fyrir venjur og hefðir nema einn dag á ári hef ég eina pikkfasta venju, sem er brauðtertubakstur ! og það er einmitt sá dagur í dag. Það er ekki bara að þetta sé lengsti dagur ársins, heldur er þetta uppáhaldsdagurinn minn vegna þess að þennan dag fyrir langa löngu ól ég mitt fyrsta og eina afkvæmi ! reyndar kl. 4.20 í nótt sem leið, svona eitthvað sem ég man alltaf eins og það hafi gerst í gær - eða nótt -í smáatriðum ...
Og nú er strákurinn (sem orðinn er kaddl auðvitað) á leiðinni í brauðtertu til mamms.
Brauðtertur eru það eina sem ég kann að búa til í kökuheiminum og mikið uppáhalds á heimilinu.
ég bý alltaf til tvær fyrst ég er að þessu á annað borð, svo ef einhver er brauðtertusvangur, bara koma ! strax.....
afmælisbarnið