Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

27.6.05

Landsbankadeildin
Var að koma af frábæru ættarmóti ! Það var í Fljótshlíðinni sem bar nafn með rentu þessa helgina því það rigndi hundum og köttum allan tímann, nei, það stytti upp rétt fyrir brottför. Þrátt fyrir það skemmtum við okkur eins og við værum á bankastjóralaunum fyrir það. Ég fríkaði út á myndavélinni og tók 531 mynd !!! ég vissi ekki einu sinni að minniskortið gæti geymt svona slatta. Það tekur heilmikinn tíma að vinna úr þessu magni, laga myndir, henda myndum, flokka og svona.
Ég ætla að skella inn tveimur albúmum hér til hliðar í Gaman-Gaman, bara svona nettu sýnishorni og svo ætla ég að búa til eitt kaótískt albúm, samhengislaust en með myndum sem mér fannst heppnast nokkuð vel, það geri ég sennilega á morgun. Ég var að þrjóskast við að taka flasslaust, þær verða svo flatar með flassinu og stundum var svo dimmt að myndirnar urðu sumar doltið artý-smartý, en það er bara gaman. ég tók nokkrar með flassi og þar eru þessi rauðu augu út um allt, eins og þetta hafi verið ættarmót Frankensteins greifa.... er það ekki bara í góðu lagi ?
Ætla nú að henda inn albúmunum , tekur smá stund...
saran....sátt við sitt klan....