Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

27.5.05

Veðrið er svo fallegt þessa dagana að öll bloggun er í lágmarki hjá mér.
Var að koma úr sundi, sem var náttúrulega bara spánardæmi að þessu sinni.
Það er kominn stillans utan á húsið mitt og ég er ekki frá því að mér þyki það fallegra þannig- líflegra og fjölbreyttara. Hugsa að ég biðji um að hafa hann bara áfram. Alltaf. Það á að fara að skipta um gler í stofugluggunum svo bráðum verður hægt að sjá út um þá eitthvað annað en þoku.
Haska sér í málverkið........
saran....í sólinni....
stillans
Hjálparkokkarnir okkar, Eyjólfur svili og Gummi hirðsmiður.