Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

24.5.05

Þriðjudagsblogg :
matur er mannsins megin
Hér var líf í tuskunum í gærkvöldi, óvænt matarboð sem Elín Björk pantaði kvöldinu áður. Í heimsókn hjá henni er skólabróðir úr veðurfræðinni í bandaríkjunum og hana langaði til að bjóða honum í fisk til okkar. Það var auðsótt mál þar sem ég er vanaföst með afbrigðum hvað varðar mánudagsmat... alltaf fiskur þá ! Nú var ég með steikta ýsu í raspi, með lauk,kartöflum, sítrónusneiðum og fagurbleikri kokteilsósu frá E. Finnssyni.
Daníel hennar Elínar kom með malt og appelsín, mjög frumlegur drykkur með fiski og hingað kom Hrafnhildur og borðaði með okkur. Þetta fór vel í mannskapinn og við sátum og spjölluðum fram eftir kvöldinu.
Mæli með þessu, að hafa matarboðin á virkum dögum og hafa bara svona góðan og plein mömmumat, þessvegna. Og rétt í þessu var Ylfa frænka að hringja og boða komu sína með hele famelíen annað kvöld í gistingu, þau eru að fara til Köben á hinndaginn. Semsagt- líf og fjör í Bakkaselinu um þessar mundir ......saran....sólarmegin....
p.s. ný myndasypa á gaman-gaman, sem heitir : fólk, fólk, fólk ! a>