Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

10.5.05

álfurinn í safnasafninu
Smá duggunnar lítið blogg fyrir háttinn. Ég ætlaði að henda þessu út eftir kvöldmat en það er búinn að vera stanslaus gestagangur hér í allt kvöld , kaffiþamb, kjaftagangur , hlátrasköll og gaman. Og í fyrramálið klukkan ÁTTA !!!! kemur Helga sæta og í sameiningu ætlum við að taka húsið í nefið - stundum kölluð vorhreingerning !
Þetta vorið dugar ekkert minna en vinnuflokkur í þetta enda húsið verið notað sem vinnustofa í vetur , pappamassafabrikkan h/f og gjörsamlega allt á hvolfi .
Við ætlum að láta hendur standa fram úr ermum til rúmlega hádegis og ef ég þekki okkur rétt verður megnið orðið skínandi fínt um það leiti. Þá get ég sest niður, endurhlaðið mig og skipulagt nánustu framtíð - jafnvel alla mína framtíð - nei annars, úff, það er ekki góð hugmynd -
Það sem ég vildi sagt hafa er að ég er búin að henda inn nokkrum myndum úr norðurferðinni hér til hliðar. Nú heitir liðurinn gaman gaman : ljósmyndir.
Jáms, heyrumst, á morgun, - eftir að ajax stormsveipurinn hefur farið hjá......
saran......syfjuð og ekki syfjuð......
p.s. Þessi fallegi álfur á myndinni er listaverk í eigu Safnasafnsins sem gegnir því hlutverki að taka á móti gestum og bjóða þeim nammi og snakk á opnunum. Hann er úr gifsi og er búinn til af Helga Þórssyni, sem einmitt sýndi þarna í fyrra.....