Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

9.5.05

bílferð****
Komin í bæinn eftir nokkra góða daga fyrir norðan ! Alveg merkilegt hvernig stressið rjátlast alltaf af manni þegar maður er kominn út á þjóðveg eitt á leiðinni burt-burt.
Við fengum höfðinglegar móttökur af hjónunum Níelsi og Magnhildi sem reka SAFNASAFNIÐ og það komu 90 gestir á opnunina, sem var mjög góð mæting að þeirra sögn. Þar sem þetta er út í sveit (en samt við þjóðveg eitt) var boðið uppá kaffi og kökur og gott eldhússpjall við gesti. Partý-englarnir mínir voru greinilega á staðnum því það var glatt á hjalla og mikið gaman. Ég á eftir að taka saman myndapakka af þessu hér til hliðar fyrr en þig grunar !
Þú og þínir verða að kíkja þarna inn í hvert sinn sem þið eigið þarna leið um því það eru alltaf einhverjar forvitnilegar og skemmtilegar sýningar í gangi í þessu safni. Yfirleitt fimm sýningar.
Við gistum svo á safninu (uppá lofti) fyrir utan fyrstu nóttina sem við fyrir misskilning fórum á gistiheimili á Akureyri- gestgjöfunum til mikillar undrunar, en einhvernveginn höfðu skilaboðin um gistingu í boði misfarist eða dottið í gólfið.
Og ekki var okkur ætlað að svelta þessa daga....
Á föstudagskvöldinu buðu Íris og Hjöri okkur í dýrindis mat í Svarfaðardal - Lúðu með eðalsalati og rababaraböku sem gengur undir nafninu Snilldin, í eftirrétt. Alltaf frábært að koma til þeirra. Og í gærkvöldi eftir opnunina buðu Níels og Magnhildur uppá Lambalæri með öllu, þar á meðal heimagerðri hættulega góðri sultu.
Í dag vorum við svo leyst út með sultukrukku (fyrrnefnd sulta), rifsberjahlaupskrukku og heimabökuðu fjallagrasabrauði af gestgjöfunum ! :
***** stjörnu ferð !
Svo var brunað í bæinn og diskasafnið spilað á leiðinni- þrír diskar bættust í safnið fyrir norðan , tveir nostalgíu : Hljómar og Trúbrot (með shady og alles) og einn raftónlistastrákur sem kallar sig Kippa Kanínus og ég heyrði einu sinni í útvarpinu og hafði gaman af. Það er ekki gott að hlusta á hann í bílnum því vindur og bílhljóð trufla, en Hljómar og Trúbrot þoldu það og ég setti allt í botn og söng með (gef Gísla eyrnaskjól í afmælisgjöf næst- möst! -við deilum ekki smekk fyrir volume-styrk): án þín, hlustaðu á regnið, ég veit að þú kemur, my friend and I, starlight og öll þessi gullkorn......
víííí.......hvað það var gaman........
úpps, klukkan orðin nótt, haska mér í bólið.........saranbaran......
bílferð