Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

11.5.05

borðstofan
Þetta gekk svona glimrandi vel í gær með tiltektina og var ákveðið að láta ekki deigan síga, heldur halda verkinu áfram á morgun. Af nógu er að taka hér- það er næsta víst. Það jafnast fátt á við að taka til með Helgu, hún er soddan fagmaður í þessu og góður verkstjóri. Hér var tónlistin í botni ( ABBA nema hvað) og í hádeginu spældi ég egg í götótt brauð og brytjaði niður banana með, þessu skolað niður með Trópí með aldinkjöti- mjög mikilvægt þetta : með aldinkjöti. Þetta er standard sem við Helga fáum okkur að borða þegar við tökum til hendinni saman , hvort sem það er tiltekt eða pappamassavinna.
Borðstofan lítur núna út eins og parketbúð, Harðviðarval eða eitthvað. Orðin svo tómleg eitthvað, stólarnir allir farnir á límingunum nema einn sem enn heldur sínu striki. Ég kalla hann góðann- 19 ára gamlan Ikea stól. Ég keypti mér þetta borð og 4 stóla á námsárunum í Oslo. Kannski bráðum kominn tími á að breyta til- hér er bara samtíningur af eldgömlu ósamstæðu dóti aðallega mispraktískum borðum og kommóðum. Lítur einna helst út eins og í Góða Hirðinum .
Það er það versta við svona rækilega tiltekt- það verður allt svo augljóst og bert ! blendnar tilfinningar- það er eitthvað öryggi í heimilislegu draslinu sem kippt er undan manni við svona aðgerðir.... veit ekki-
Jæja, þýðir ekki að mjálma þetta....kaffið búið og verkefnin bíða.....
saran.......snyrtir í hjáverkum.........