Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

25.4.05

Ísafjörður
Jæja, back to normal.... Var að koma frá Ísafirði í gærkvöldi og er enn *doltið* dösuð. Dansaði frá mér allt vit, sönglaði, talaði, skemmti mér og svaf mjög lítið miðað við venjulegan skammt. Þetta var gaman gaman... en kem líklega til með að vera eitthvað lurkum lamin fram eftir vikunni. Eins gott að þetta er ekki daglegt brauð- enda væri þetta varla svona gaman þá.
Það er ekki einleikið hvað Ísafjörður er fallegur bær... og alltaf logn og sól þar... alltaf þegar ég kem þangað.
Svo var svo gaman að hitta alla gömlu félagana sem maður hefur ekki séð í áraraðir-
Jæja, nú verð ég að bretta upp ermarnar og byrja á útskriftarskjölunum fyrir barnanámskeiðin, en þeim fyrstu er að ljúka í dag... ha det bra-bra....saran.......að safna sér saman........
p.s.....svona létum við :
Ísafjörður/ litla leikklúbbs-ball