Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

21.4.05

Gleðilegt sumar !
sumardagurinn fyrsti
Veturinn búinn og farinn eitthvert og sumarið komið með sinn steikjandi hita og birtu. Gott að vita það....
Erum við ekki eina þjóðin í heiminum sem getur sagt svona nákvæmlega til um hvenær veturinn hættir og sumarið byrjar ? ....Ég held það bara....
Við hjónakornin brugðum okkur í göngutúr í tilefni dagsins í Elliðaárdalinn, neðri hlutann- falleg gönguleið þar inná milli trjánna. Ég tók myndavélina með mér og tók nokkrar myndir og setti þær inn hér til hliðar í *lífið og tilveruna* Sko, ég er komin með nokkur myndaalbúm hér á síðuna, búin að vera að koma þeim fyrir í gær og í dag. Tilkynnist hér með ! annað heitir *myndir og skissur* og þar inni eru nú þegar komin þrjú albúm, það sem birtist þegar þú dettur þarna inn og svo tvö önnur sem opnast þegar smellt er á nöfn þeirra. Í myndum og skissum verða vinnutengdar myndir, verkin mín, kláruð og hálfkláruð en í lífinu og tilverunni verður allt mögulegt annað sem mér dettur í hug !
Göngutúrinn í dag er eina syrpan á *lífinu og tilverunni* enn sem komið er. Ég þarf varla að nefna þetta við ykkur, þið eruð svo bræt......allavega eru margir búnir að kíkja á þetta , sé það á teljaranum og ég sem hafði ekki nefnt þetta við nokkurn mann. Annars er ég núna að þurrka föt af mér á ofnum út um allt hús, svo ég geti pakkað niður strax og ég vakna. Ég flýg til Ísafjarðar kl. 9 í fyrramálið og hlakka alveg heilan helling til ! Ég tek mökkuna með mér, til að sýna mö og pa myndir og fleira og hver veit nema ég sendi einn pistil þaðan........sjáum til með það........
blessblesssssss..........á meðan..........saran......spennt.......
og p.s. Elín mín, takk fyrir boðið en Gillinn verður hjá köttunum....vinum sínum....
Ég get ekki sent þetta strax, blogger er að föndra eitthvað svo þetta fer í draft þangað til.............