Er ég ekki bara fín?
Fór í extrím meikóver í morgun, fyrst til Lindu minnar hvar Anna samstarfskona hennar litaði á mér augnhár og brúnir.
Linda var upptekin við fótaaðgerð í næsta klefa svo við kölluðumst á (einn kosturinn við að vera hætt að reykja: sterkari rödd, hægt að spjalla milli herbergja) Við hittumst alltof sjaldan og þurftum að fá rapport um stöðu mála hvor hjá annarri. Þarna var ég framkölluð svo rækilega að á leiðinni út bauð ég spegilmyndinni góðan daginn kurteisislega , fannst ég kannast eitthvað við þessa konu , nágranni?
Næst á dagsskrá var Erla sundvinkona og hárskeri á Grettisgötunni. Þar var hárið tekið í bakaríið, litað og klippt . Svo saran er orðin temmilega hugguleg !
Skömmuð á báðum stöðum fyrir að koma alltof sjaldan ....
Maður verður nú að reyna að vera þokkalega þokkalegur á heimavelli :
Er að fara heim- til Ísafjarðar á föstudag í fertugasafmæli Litla Leikklúbbsins !
Hlakka helling til....... Mörg höfum við ekki sést í 25-30 ár - svo þetta verður örugglega forvitnilegt og skemmtilegt.
Það er ekki tóm gleði á heimilinu, einn skugga ber á : bíllinn Gillans er bara dáinn punktur com. Þetta var tímareimin (eitthvað sem ég skil ekki) vélin bara dáin og dauð.... og í góðu tómi verður farið að pæla í hvernig bregðast skuli við-
Gíslinn ekki að æsa sig út af smámunum (!) en Súkkan er í skýjunum, skutlast með hann út og suður
með einkabílstjóra sem er nýkominn úr lit og plokk -er hægt að hafa það betra?
úff....
vonandi koma dagar og koma ráð.....
Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007