Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
27.4.05
Edda frænka sagði einu sinni að ef maður fyndi ekki til einhversstaðar í skrokknum þegar maður vaknaði á morgnana og væri orðinn fertugur - þá væri það vegna þess að maður væri dáinn ! Ég hef haft af þessu töluverðar áhyggjur, þessu verkjaleysi, löngu orðin fertug og samkvæmt Eddu löngu dáin.
En nú get ég tekið gleði mína, ég er SPRELL LIFANDI alla morgna- alveg að drepast í olnbogunum, sérstaklega þeim hægri, þegar ég vakna. Ég liðkast svo þegar líður á daginn. Svona hef ég verið síðan ég kom úr skíðaferðinni um páskana. Man ekki hvort ég nefndi það við ykkur en þá skíðaði á mig lítill krakki og ég datt kylliflöt afturfyrir mig og það heyrðist Splassh ! en samt ekki brothljóð. Ég hef svona verið að spyrjast fyrir á förnum vegi og fengið þá uppástungu að ég væri komin með tennisolnboga ! Ég hef aldrei spilað tennis en hreyfingarnar þegar hleypur í mig stuð við að mála gætu minnt á tennishreyfingar kannski ? Gef þessu nokkrar vikur í viðbót , læt svo doktor kíkja á þetta ef þetta gefur sig ekki.
.....saran....sprelllifandi......