Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
28.4.05
Nú væri ég til í að fá mér alveg nýja vinnu - næsta vetur....
Taka mér frí frá kennslu (eftir 15 ára törn) og gera eitthvað allt allt annað ! Þetta þarf að vera duglega borguð vinna en ekki endilega útheimta mikinn dugnað- helst engan - því mér eiginlega drepleiðist orðið allur þessi dugnaður ...
Það er svo mikið af duglegu fólki í kring um mig að ég er bara uppgefin af því einu að fylgjast með látunum.
Er svona að byrja að líta í kringum mig með öðru auganu, veit ekki alveg hvað það ætti að vera... en það sem hefur komið í hugann so far og mér finnst henta mér nokkuð vel eru eftirtalin störf : Telja skrúfur, Þræða saumnálar, Líma miða á pulsupakka eða ora grænar baunadósir, Sortera teiknibólur eftir litum og stærð..... Það bara slaknar á mér allri við tilhugsunina um eitthvað svona ljúft starf, sitja svona bakatil í þægilegri birtu , hlusta á útvarpssöguna og veðurfréttir á gufunni og telja skrúfur eða eitthvað .... Þið látið mig vita ef þið vitið um eitthvað svona sem er laust !
..saran......í hugleiðingum.......
jafnvel væri ennþá skemmtilegra
að raða þeim !