Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

8.4.05

Af gefnu tilefni.....
hlutfall
birti ég hér mynd sem sýnir hvað pappafólkið er stórt eða lítið. Tvær konur (kennaraháskólanemar) sem komu hingað í dag til að gera netta úttekt á mér og mínum myndverkum urðu hissa þegar þær sáu pappafólkið *life* þær höfðu séð myndir af því á netinu og ímynduðu sér að það væri agnar-smátt !! Svo ég fékk Gillann til að spreyta sig á nýju myndavélinni minni og út kom þessi mynd sem var best af fjórtán ( þrettán fóru í move to trash..) Guði sé lof fyrir digitalið !
Annars er dagurinn búinn að fara í pappír og pappír , fékk óvæntan frest í gær, þarf ekki að senda fólkið norður fyrr en á mánudagsmorgunn, svo ég massaði fram að kvöldmat , sem var frumsaminn kjúklingapottréttur þar sem aðalið var langsoðin papríka, púrrulaukur og gulrætur, sem ég hafði þó steikt fyrir suðu, þessu leyfði ég að malla í einn og hálfan tíma í tómatmauki áður en ég bauð kjúklingnum og nokkrum hvítlauksgeirum í kompaníið. Með góðum kryddjurtum varð þetta bara gúmmolaðigott og við skoluðum þessu niður með eðal rauðvíni sem við keyptum í fríhöfninni um daginn.
Fer í hring, og enda pistilinn á byrjun dagsins. Helga sæta kíkti við og skrapp einbeitt á netið í leiðinni....
helgan hugsi...
er það jarðarför páfans ?
eða bloggið okkar?

...................