Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

11.4.05

12 pappamanneskjur farnar norður ...
pappafólk í pappakössum
Mikill léttir að vera búin að koma hluta sýningarinnar norður. Var að koma nokkrum kössum á flutningabíl . Á miðvikudaginn kemur, verða Mósaík- menn frá sjónvarpinu staddir fyrir norðan og taka einmitt hús á Safnasafninu...sem þýðir m.a. að pappaólkið á líklegast eftir að lenda í sjónvarpsþætti ! Læt ykkur vita hvenær þátturinn verður á dagskrá. Sýningin opnar ekki fyrr en 7. maí svo ég tek með mér það sem á vantar þegar ég fer norður að setja hana upp. Hún stendur svo fram í júlíbyrjun þannig að : endilega ef þið eruð á ferðinni, kíkja !. Hér er allt á hvolfi eftir pökkunina og lítið verið dúllað við húsverk undanfarið, fyrir utan eldamennsku, setti eldhúsið á hvolf í gær þegar ég eldaði himneskan lunda ! Mikið rosalega er Lundi góður matur ! en það tekur óratíma að undirbúa hann og elda. Ætla að reyna að taka eitthvað smávegis til áður en ég fer að kenna.
...saran....með tuskuna á lofti...rétt bráðum !