Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
12.4.05
Ég fæ svo flottar hugmyndir þegar ég ligg í baði að það hálfa væri nóg ! Líka þegar ég er ein í sundi, í heita pottinum, þekki engann og loka augunum. Ég skrifa heilu bækurnar, fatta hvernig allt gengur fyrir sig, held þrumuræður, bý til stórar myndlistarsýningar, syng eins og engill, spila á saxófón, tek þátt í löngum rökræðum og *vinn* þær allar ! Það er allt svo létt í heitu vatninu, skrokkurinn eins og fjöður og andinn svífur léttilega um. Veit ekki hvað veldur en þetta bara er...
Hvenær kemur svona tæki á markaðinn þar sem maður þarf ekki að tala eða pikka inná, heldur bara hugsa inná það? Svona box sem hægt er að hafa inná baðherbergi til að nema alla snilldina sem þýtur um hugann í baðinu.?
Svo ótrúlegt sem það er, þá dettur snilldin úr manni um leið og maður yfirgefur baðherbergið eða heita pottinn !