Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

7.4.05

Var að koma úr Býkó...
handlaug
Hvar ég sá þessa fallegu uppstillingu.
Var að kaupa 20 metra af bóluplasti og sterkt límband því nú þarf að pakka niður einherju af pappafólkinu og senda það norður. Það er svona leiðinlegi parturinn af vinnunni minni, pakka niður og senda... Það þarf að pakka þessu svo rækilega svo ekkert verði fyrir hnjaski. Pabbi minn er snillingur í að pakka hlutum en hann er því miður fjarri góðu gamni.
allavega þessu gamni.
Byrjaði daginn á þessum fína sundspretti með Erlu sundvinkonu og var komin í eðalgott skap fyrir kl. 8 í morgun, þrátt fyrir smá úrillsku fyrst eftir að ég vaknaði. Það sem gerði gæfumuninn var eftirfarandi: í tvígang með stuttu millibili stoppuðu bílar fyrir mér og gáfu mér séns, án þess að þurfa þess, en það er alltaf mjög mikil traffíkstífla á tveimur stöðum á leið minni í sundið ! Ég hef það fyrir sið að stoppa svona fyrir bílum eins oft og ég get en það hefur hingað til ekki verið gagnkvæmt, fyrr en núna ! og þá eru það TVEIR bílar ! Þetta gladdi mig og gerði mikið fyrir mig, svona í upphafi dags. Það þriðja var að Erlaperla (á linkalistanum mínum) er að hefja sinn útvarpsferil á Lindinni og ég stillti á lindina og heyrði í henni fyrsta sinni þar, og hún var að spila svo fína músík að þegar ég var komin á leiðarenda tímdi ég ekki að fara alveg strax út úr bílnum , Varð að klára að hlusta á eitt lagið , og kom þessvegna aðeins of seint í sundið- sem var bara allt í lagi.
Það er svo gott að fá svona start á daginn !
Undanfarið er ég búin að vera að lesa bókina Bæn Jaebesar, yndisleg bók sem fjallar um bæn á mjög einfaldan hátt, ekkert rugl og krúsindúllur, gott fyrir einfaldar manneskjur eins og mig, og þessi bók hvetur mann til að biðja um blessun Guðs,
nú ég hef verið að prófa mig áfram með þetta, og mig grunar, nei, ég er viss um að ég er farin að fá bænasvör.... og fyrir það þakka ég. Mæli eindregið með þessari bók.
bæn jaebesar
Guð gefi okkur ÖLLUM góðan og blessaðan dag !
...saran......í pökkunardeildinni.....