Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

21.3.05

Skeyti frá Colorado...
colorado
Það er kominn mánudagur og klukkan er FIMM að morgni hér í Colorado en 12 á hádegi heima á Íslandi . Líkamsklukkan mín gengst ekki enn við tímamuninum, ég er að vakna á klukkutímafresti alla nóttina (hér förum við örþreytt í bólið kl.10 á kvöldin)
Klukkan 4 get ég svo ekki sofna aftur og er bara farin að fara á fætur þá , nenni ekki að bylta mér í rúminu og reyna að sofna aftur. Ég er ekki ein um þetta í hópnum (10 manna hópur) við erum flest svona meira og minna, ég er bara sú eina sem nenni þessu ekki og fer á fætur, og er að laumupokast í íbúðinni , sortera myndir, lesa eða skrifa á tölvuna eins og núna- Við erum með tvær íbúðir, gistum fjögur í þessari en 6 í hinni.
Nú er ég búin að frétta að hér í Avon (steinsnar frá Beaver Creek) sé þráðlaust netkaffihús sem nota bene er alveg spánýtt, opnaði í síðustu viku ! Saran heppin ! og þangað ætla ég að bregða mér seinnipartinn til að kíkja á póst og blogg og senda þá þetta í leiðinni.

þetta ferðalag er búið að vera hörku djobb frá a til ö, og við erum búin að fá mikið þolinmæðis-þjálfunar-námskeið hér í ammríkunni ! Sérstaklega á flugvöllunum.
þetta hefur á stundum reynt á strekktar íslensku taugarnar í okkur, en um leið vakið upp undrun okkar og aðdáun á þolinmæði innfæddra. Heima væri fólk bara umvörpum í big time brjálæðiskasti við þessar aðstæður. þið mynduð ekki nenna að lesa þá langloku sem ég þyrfti að skrifa til a lýsa ferlinu sem við fórum í gegnum til að komast hingað. Sumt vakti mikla undrun mína eins og t.d. móttökurnar í Minneapolish , þar sem dundu á okkur reiðilegar spurningar úr úrillum barka:
Hvað eruð þið að gera hingað???? Vegabréfsskoðunarmaðurinn horfði grimmum augum á okkur, ég beið bara eftir – upp með hendur- og skotkvelli- það mátti bara eitt okkar fara í gegn í einu og það voru tekin fingraför og tekin nærmynd af andlitum með myndavél sem var fest á gorm á borðinu hans. Og spurningarnar dundu : Hvað starfar þú? Og tilhvers ertu hér , hvenær ferðu og hvar ætlarðu að búa....
þarna höfðum við hangið í biðröð í lengri tíma, nýkomin úr 6-7 tíma flugi ( í biðröðinni vorum við að stressa okkur við að leiðrétta klúður í útfyllingu á grænum sneplum sem við höfðum fengið í í flugvélinni með spurningum eins og: ertu geðveik? Ertu dópisti? Ertu í hryðjuverkasamtökum? Tókstu flátt í helförinni með Hitler? Hver í veröldinni svarar svona spurningum játandi? Auk þess sem kannski einn farþegi af 200 hafði aldur til að hafa fræðilega getað tekið þátt í helförinni ! og þarna þurfti að fylla inn allskonar persónuupplýsingarlýsingar , adressur o.fl. sem við vorum eitthvað að fylla vitlaust út hvað eftir annað, einn í hópnum flurfti t.d. 4 græna snepla þegar upp var staðið.) . þetta eru ekki móttökurnar sem maður óskar sér þegar maður kemur í heimsókn eitthvert. Ókey, þetta er vegna ótta þeirra við hryðjuverk og einnig eru þeir að reyna koma í veg fyrir að fá ólöglega innflytjendur inní landið en KOMMON ! það kostar ekkert að sýna smá kurteisi. Maður var meðhöndlaður eins og grunaður glæpon.

Reyndar gerðist ég nettur glæpon morguninn eftir þegar leið okkar lá uppá flugvöll aftur, til að fljúga til Denver. Við fórum með hótelrútu og bílstjórinn sem leit út eins og leikari sem ég man ekki hvað heitir (eitthva -Gere-) sagði okkur að auðveldast fyrir sig væri að fara leiðina sem ætluð er fötluðum , það væri svo gífurleg traffífk á flugvellinum (einhver skólafrí að byrja) og það yrði erfitt fyrir okkur að fara í gegn almenningsmegin-það væri svo langt frá afgreiðslunni okkar. Svo benti hann á mig og sagði : ert þú ekki til í að þykjast vera lömuð? það er svo ströng öryggisgæsla þarna- það verður að vera sýnileg ástæða fyrir því að við förum þessa leið. Svo benti hann á Möggu svilkonu og sagði : þú sækir svo hjólastól og þið hjálpið henni ( fötluðu mér) út úr rútunni og í hjólastólinn !! Um leið og ég er farinn burt, batnar þér og þú stendur upp úr stólnum stálhraust. Við héldum að hann væri að grínast, en nei, það var ekki. Reyndar fékk ég engan hjólastólinn, Magga svilkona fipaðist í rullunni sinni, en bílstjórinn sjálfur bar mig út úr rútunni og studdi mig svo að dyrum byggingarinnar ! og ég var eins og gúmmídúkka í fangi hans.
airport
þreyttir ferðalangar....

þegar við komum inn í flugstöðina rak okkur í rogastans- biðraðir og biðraðir svo langt sem augað eygði og svartklæddir hermenn (víkingasveit?) með engar venjulegar byssur , risa stórar , kannski hríðskotabyssur, hvað veit ég? Stóðu þarna í viðbragðstöðu uppá svölum á móti tékk-inn hliðunum !
Svona er öll ferðin búin að vera, skrautleg og fyndin á köflum, en nú erum vi› komin HEIM og búum í ótrúlega fallegu þorpi sem heitir Avon , húsin og fjöllin og allt hér eins og í ævintýrabók- alveg undurfallegt.
Í gær var fyrsti skíðadagurinn- og það er engin lygi, snjórinn í Colorado er mjúkur og góður að detta í, ég datt samt ekkert ! Ég fór í skíðaskólann samkvæmt plani og var metin inn í gráðu þRJÚ en í lok dags var ég metin í gráðu 4-5 !!! dugleg stelpan ! Við fórum alveg uppá topp í fjallinu , tæpir 4 þúsund metrar – þunnt fjallaloftið orsakaði þrýsting á bringu og örari hjartslátt sem er ekki mitt uppáhalds, en það venst.
þetta var bara rosa gaman en nú er ég stirð og stíf og dálítið harðsperruð úff !
Núna snjóar og snjóar, og sést varla í fjöllin fyrir snjókomu svo ég veit ekki hvernig plan dagsins verður. Fæ að heyra það þegar liðið skríður framúr.
Hef þetta ekki lengra að sinni enda örugglega orðið alltof langt !
Kveðja, saran....upprennandi ..........skíðadrottning.....þrátt fyrir lömun á köflum.
p.s. hér í sveitinni er yndislegt og hlýlegt fólk og góðar móttökur í alla staði !
rétt eins og Árný sagði í kommentunum hjá mér áur en ég fór út , þetta er alveg dúndur !
dúndur-smúndur, myndi Helga segja :)