Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

23.3.05

Konfektkassalok eða ?
Holy mountain colorado
Þessa mynd tók ég í gær af Holy mountain , ekkert skrítið að það heiti það kannski!
Mikið var gaman að lesa kommentin ykkar , þakka ykkur fyrir þau, þau voru svo skemmtileg.
Þetta blogg verður örstutt, ég bara rétt skaust hingað á kaffihúsið. Í sannleika sagt er ég búin að vera óttalegur lasarus síðan ég kom hingað. Fyrst var það tímamunurinn, en svo kom fjallaveikin..og ég sem er alltaf svo hraust! , þetta stafar af þunna fjallaloftinu, við erum í svo mikilli hæð. Ég hef mjög lítið getað sofið fyrir öndunarerfiðleikum og hjartsláttartruflunum, hausverkjum og fleiru !!!! Og í ofanálag get ég ekki rennt upp skónum fyrir bjúg. Ég á ekki til orð yfir þetta rugl. Ég þarf að drekka vatn í tvöföldu magni, má ekki drekka kaffi, te, né áfengi, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvort Saran er hress með það. Vonandi fer þetta að lagast, því þetta er gjörsamlega óþolandi ástand. Skrepp kannski til læknis á eftir. Skiljanlega hef ég ekki getað verið á skíðum bara verið að snuddast með hópnum og taka myndir.
Læt þetta gott heita að sinni, bestu kveðjur heim,
saran.......svefnlaus.....
p.s. Þið megið biðja fyrir mér svo þetta lagist hraðar, takk takk :)
wiev
Er þetta ekki geggjað?